Undanfarna daga hefur landsliðið á snjóbrettum verið við æfingar á Saas Fee jöklinum í Sviss.
Allir fjórir meðlimir landsliðsins eru í æfingaferðinni ásamt Einari Rafni Stefánssyni, landsliðsþjálfara í snjóbrettum. Æft er á Saas Fee jöklinum í Sviss og eru frábærar aðstæður til snjóbrettaiðkunar. Byrjunin á ferðinni var hins vegar ekki eins og best var á kosið en mikið snjóaði og skyggni var lélegt fyrstu dagana. En eftir þá daga hafa verið gríðarlega góðar aðstæður og parkið virkilega gott.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá æfingaferðinni. Næsta verkefni hjá landsliðinu er óákveðið en allt mótahald hefur breyst útaf heimsfaraldnum.