Alpagreinanefnd Skíðasamband Íslands hefur valið landslið fyrir tímabilið 2024-2025 eftir áður útgefinni reglu.
í A-liði eru þau Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir úr Ármanni, Bjarni Þór Hauksson úr Víking, Gauti Guðmundsson úr KR og Matthías Kristinsson úr Skíðafélagi Ólafsfjaðar. Í B-liði eru þau Elín Elmarsdóttir Van Pelt úr Víking, Jón Erik Sigurðsson úr Fram og Tobias Hansen úr SKA.
Það er gaman að segja frá því að einn okkar besti skíðamaður til margra ára, Sturla Snær Snorrason úr Ármanni, ætlar að taka keppnisskíðin af hillunni og mun hann æfa með landsliðinu í vetur.
Landsliðsþjálfari er Marko Špoljarić frá Serbíu, búsettur í Austurríki, en síðustu 7 ár hefur hann verið aðalþjálfari Skíðaliðs Reykjavíkur.
Afrekshópur verður opinn öllum virkum iðkendum sem fædd eru 2006 eða fyrr.
Skíðasamband Íslands óskar þessu frábæra íþróttafólki til hamingju með landsliðssætið.