Skíðagöngunefnd SKÍ (SGN) í samráði við landsliðsþjálfara hefur valið í landslið Íslands í skíðagöngu. Þau sem þáðu boðið í landsliðið eru í A liði, Dagur Benediktsson frá SFÍ. Í B liði eru þau Fróði Hymer, Kristrún Guðnadóttir og Andrea Kolbeinsdóttir öll úr Ulli.
SGN valdi líka Afrekshóp SKÍ. Þau sem voru valin og þáðu boðið eru, Einar Árni Gíslason, Birta María Vilhjálmsdóttir, Ævar Freyr Valbjörnsson, Sveinbjörn Orri Heimisson, Grétar Smári Samúelsson og Ólafur Pétur Eyþórsson, Ástmar Helgi Kristinsson, Sigríður Dóra Guðmundsdóttir.
Landsliðsþjálfari verður áfram Vegard Karlström og aðstoðarmaður hans er Snorri Eyþór Einarsson. Fyrsta landsliðsæfingin verður á Akureyri 26. maí til-2. júní nk.
Landsliðið verður svo nánast með æfingabúðir í hverjum mánuði fram að keppnistímabilinu.
Sérstakur fundur verður 16. maí nk. með þjálfurum, foreldrum o.fl. um Hæfileikamótunarverkefnið sem Þorsteinn Hymer stjórnar. Fundarboð vegna þess verður sent út 12. maí nk.