Landslið í alpagreinum valin

Sturla Snær Snorrason er í A landsliðinu
Sturla Snær Snorrason er í A landsliðinu

Skíðasamband Íslands hefur valið í A og B landslið í alpagreinum fyrir keppnistímabilið 2017/2018. Valið var eftir áður útgefinn valreglu. Egill Ingi Jónsson var ráðinn landsliðsþjálfari í vor og mun hann sjá um landsliðsprógramið. Ólympíuleikar í Suður-Kóreu verður hápunktur næsta vetrar en auk þess verður farið í nokkrar æfinga- og keppnisferðir. Gera má ráð fyrir reglulegri þátttöku A landsliðsfólks í álfubikurum og sterkum mótum ásamt því að HM unglinga er á dagskrá í Sviss.

A-landslið
Freydís Halla Einarsdóttir
Helga María Vilhjálmsdóttir
María Guðmundsdóttir
Sturla Snær Snorrason

B-landslið
Andrea Björk Birkisdóttir
Georg Fannar Þórðarson
Hjördís Kristinsdóttir
Katla Björg Dagbjartsdóttir
Kristinn Logi Auðunsson
Magnús Finnsson
María Finnbogadóttir
Sigurður Hauksson