Skíðasamband Íslands hefur valið í A og B landslið í alpagreinum fyrir keppnistímabilið 2018/2019. Valið var eftir áður útgefinni valreglu.
Heimsmeistaramótið í Åre (Svíþjóð) verður hápunktur næsta vetrar en auk þess verður farið í nokkrar æfinga- og keppnisferðir, ásamt því að Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) er á dagskrá.
A-landslið
Konur
Freydís Halla Einarsdóttir
Helga María Vilhjálmsdóttir
Karlar
Sturla Snær Snorrason
B-landslið
Konur
Andrea Björk Birkisdóttir
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir
Katla Björg Dagbjartsdóttir
María Finnbogadóttir
Karlar
Bjarki Guðmundsson
Gísli Rafn Guðmundsson
Sigurður Hauksson