Alpagreinanefnd SKÍ hefur valið landslið fyrir tímabilið 2023/2024 eftir áður útgefnum valreglum.
A-landsliðið skipa þau Bjarni Þór Hauksson úr Víkingi, Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir úr Ármanni, Katla Björg Dagbjartsdóttir úr SKA og Matthías Kristinsson úr Skíðafélagi Ólafsfjarðar.
B-landsliðið skipa þau Björn Davíðsson úr Breiðablik, Elín Elmarsdóttir Van Pelt úr Víkingi, Gauti Guðmundsson úr KR, Hjördís Birna Ingvadóttir úr Ármanni, Jón Erik Sigurðsson úr FRAM og Torfi Jóhann Sveinsson úr Skíðafélagi Dalvíkur.
Skíðasamband Íslands óskar þessu frábæra skíðafólki til hamingju með landsliðssætið.
Þess má geta að María Finnbogadóttir og Tobias Hansen sem bæði keppa fyrir SKA afþökkuðu sæti í B-landsliðinu en munu halda áfram æfingum og keppni með sínum liðum erlendis.
Fyrsta þrektest (ironman test) hjá landsliðinu á nýju tímabili var 22. júlí og mun það verða endurtekið þann 26. ágúst þegar landsliðið er með samæfingarhelgi.