Skíðasamband Íslands hefur valið A og B landslið ásamt afrekhóps á snjóbrettum fyrir keppnistímabilið 2017/2018. Valið var eftir áður útgefinni valreglu. Einar Rafn Stefánsson var ráðinn landsliðsþjálfari í vor og mun hann sjá um landsliðsprógramið. Farnar verða nokkrar æfinga- og keppnisferðir í vetur með liðin.
Er þetta í fyrsta skipti sem Skíðasamband Íslands velur í A og B landslið á snjóbrettum. Áður hafði einungis verið valið í afrekshóp og unglingalandslið.
A-landslið
Birkir Georgsson
Marinó Kristjánsson
B-landslið
Baldur Vilhelmsson
Benedikt Friðbjörnsson
Afrekshópur
Aron Snorri Davíðsson
Bjarki Arnarsson
Egill Gunnar Kristjánsson
Kolbeinn Þór Finnsson
Tómas Orri Árnason