Það var lokadagur keppenda okkar í dag í alpagreinum á Vetrarólympíuleikum ungmenna, sem fram fara í Gangwon í Suður Kóreu, þegar bæði strákar og stelpur kepptu í svigi.
Eyrún Erla Gestsdóttir var í 43. sæti eftir fyrri ferð og endaði í 31. sæti af 78 keppendum sem hófu keppni en Þórdís Helga Grétarsdóttir sem var í 44. sæti eftir fyrri ferðina náði ekki að klára seinni ferðina og lauk því ekki keppni. Dagur Ýmir Sveinsson var í 41. sæti eftir fyrri ferð keyrði sig upp í 25. sæti í seinni ferðinni. Nokkuð góður dagur hjá íslenska hópnum í dag. Hér voru topp aðstæður á leikunum, frábært veður og færi sem hélt vel þótt það væri krefjandi á köflum.
Íslensku keppendurnir í alpagreinum hafa því lokið keppni á leikunum og munu halda heim á leið á morgun. Það má með sanni segja að þau hafi staðið sig vel og verið landi og þjóð til sóma.
Skíðagöngufólkið okkar á leikunum þau Hjalti Böðvarsson og María Kristín Ólafsdóttir munu síðan hefja keppni 29. janúar.