Dagur Benediktsson og Kristrún Guðnadóttir hófu keppnistímabilið um helgina. Þau kepptu bæði í sprettgöngu með hefðbundinni aðferð, 10 km með hefðbundinni aðferð og 10 km með frjálsri aðferð.
Dagur endaði í 64. sæti í sprettgöngunni og komst ekki áfram upp úr sínum riðli. Í 10 km með hefðbundinni aðferð endaði hann í 55. sæti af 132 keppendum sem kláruðu. Síðan á sunnudaginn þá endaði hann í 51. sæti af 106 sem klárurðu í 10 km með frjálsri aðferð og var aðeins 1 mín og 53.2 sek á eftir sem er virkilega vel gert.
Kristrún koms upp úr sínum riðli í sprettgöngunni og endaði í 23. sæti eftir að hafa ekki náð að komast í úrslit. Hún endaði í 37. sæti í 10 km með hefðbundinni aðferð af 61 keppendum sem kláruðu og í frjálsri aðferð á sunnudaginn endaði hún í 44. sæti af 62 keppendum sem kláruðu.
Það má því segja að tímabilið fari vel af stað hjá þeim.