Fyrstu helgi í heimsbikarnum í skíðagöngu er lokið í Ruka, Finnlandi. Eins og áður hefur komið fram lenti okkar hópur illa í fölsku covid-prófi við komu á mótsstað sem hafði þá afleiðingar að Snorri missti af fyrstu keppninni og þar af leiðandi fékk hann skráð að hann hefði verið síðastur í fyrstu keppni. Það hafði eðlilega mikið að segja enda allar þrjár keppnir helgarinnar lagðar saman.
Í dag fór fram 15 km með frjálsri aðferð og eltiræsingu. Snorri átti fína göngu og var með 44. besta tímann í keppni dagsins. Hann hinsvegar endaði í 58.sæti samanlagt yfir helgina. Hann hóf daginn í dag í 66.sæti þannig að hann náði að vinna sig upp um átta sæti í heildarkeppninni.
Heildarúrslit má sjá hér.
Keppni dagsins má sjá hér.
Allar upplýsingar um mótshelgina má sjá hér.
Næsta keppni hjá Snorra átti að vera um næstu helgi í Lillehammer, Noregi. Þeirri keppni hefur hinsvegar verið aflýst og því er framhaldið óljóst. Snorri stefnir þó á að taka þátt í Tour de Ski sem hefst 1.janúar á nýju ári.