Keppni lokið í Finnlandi - Snorri í 14.sæti í dag

Snorri Einarsson. Mynd: NordicFocus
Snorri Einarsson. Mynd: NordicFocus

Þriggja daga keppnismótaröð í Muonio í Finnlandi lauk í dag með keppni í 10/15 km skíðagöngu með frjálsri aðferð. Snorri Einarsson endaði í 14.sæti og var það besti árangur helgarinnar. Sumir bættu sig á heimslista FIS eftir helgina en aðrir stóðu í stað. Heilt yfir er árangur helgarinnar góður en fyrstu mót vetrarins eru ávallt krefjandi.

Sunnudagur 11.nóv - 10/15 km F

Konur
42.sæti Kristrún Guðnadóttir 180.54 FIS punktar

Karlar
14.sæti Snorri Einarsson 55.99 FIS punktar
55.sæti Albert Jónsson 130.78 FIS punktar (bæting á heimslista)
58.sæti Isak Stianson Pedersen 134.30 FIS punktar
64.sæti Dagur Benediktsson 152.13 FIS punktar
88.sæti Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson 202.10 FIS punktar (bæting á heimslista)

Hér má sjá öll úrslit helgarinnar.

Snorri Einarsson mun taka þátt í fyrstu þremur heimsbikarmótunum í vetur. Í lok desember tekur hann svo þátt í Tour de Ski þar sem keppt er á sjö mótum á níu dögum í þremur löndum. Heimsbikarmótaröðin er sú sterkasta innan FIS í skíðagöngu.

  • Ruka, Finnland - 24.-25.nóv
  • Lillehammer, Noregur - 30.nóv-2.des
  • Beitostolen, Noregur - 8.-9.des
  • Tour de Ski, Ítalía, Sviss og Þyskaland - 29.des-6.janúar

Annað landsliðsfólk mun taka þátt í alþjóðlegum FIS mótum á Norðurlöndunum fyrir jól. Það er því nóg framundan og munum við flytja ykkur fréttir af árangri okkar fólks.