Í dag kepptu þau Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir í svigi og Dagur Benediktsson í 10 km göngu á Ólympíuleikum ungmenna í Lillehammer. Hólmfríður Dóra náði ekki að ljúka keppni í fyrri umferð. Dagur endaði í 42. sæti á tímanum 28:14,2. Fyrir mótið fékk Dagur 237.77 FIS punkta sem er bæting hjá honum, en á heimslista er hann með 292.63 FIS punkta í lengri vegalengdum. Þar með hafa þau bæði lokið keppni á leikunum. Í fyrramálið keppir Bjarki Guðjónsson í svigi drengja, er það síðasti keppnisviðburður sem íslensku krakkarnir taka þátt í.