Fyrr í dag náði Katla Björg Dagbjartsdóttir, B-landsliðskona í alpagreinum, 4.sæti á alþjóðlegum FIS móti í Alleghe á Ítalíu. Keppt var í svigi og er þetta næsta besti árangur Kötlu á ferlinum í þeirri grein. Fyrir mótið fékk hún 71.33 FIS stig og er það smá bæting á heimslista en þar er hún með 73.79 FIS stig. Katla keppti á sama stað í gær en náði ekki að klára seinni ferð.
Úrslit frá mótinu má sjá hér.
Næstu tvo daga verður keppt á tveimur stórsvigsmótum. Á morgun hefur Katla keppni nr. 61 af alls 96 keppendum. Lifandi tímatöku er hægt að sjá hér. Mótshaldarinn er svo að sýna beint frá mótinu á facebook síðu sinni.