Keppni hjá íslensku keppendunum á Heimsmeistaramótinu í alpagreinum hefst á morgun, fimmtudaginn 16. febrúar, með keppni í stórsvigi.
Karlarnir okkar, Gauti og Jón Erik, keppa í undankeppni í Courchevel. Úr undankeppninni komast 25 efstu keppendurnir áfram í aðalkeppnina. Ef enginn íslenskur keppandi verður á meðal 25 efstu er þó ekki öll von úti þar sem Ísland á eitt sæti í aðalkeppninni sem fram fer á föstudag.
Engin undankeppni var hjá konum og keppir því Katla Björg í aðalkeppninni á morgun í Méribel.
Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu úr aðalkeppninni á RÚV.
Úrslit og lifandi tímatöku má finna hér hjá körlum og hér hjá konum.
Það verður spennandi að sjá hvernig þetta gengur á morgun og óskum við þeim góðs gengis.