Jón Erik Sigurðsson varð í 3. sæti á alþjóðlegu móti í svigi á Ítalíu

Jón Erik á verðlauna palli
Jón Erik á verðlauna palli

Landsliðsmaðurinn okkar Jón Erik Sigurðsson endaði í 3. sæti í svigi á alþjóðlegu móti í Passo Monte Croce á Ítalíu í dag 3. desember sem jafnframt var fyrsta mót tímabilsins hjá honum. 

Mótið er svokallað National junior race og þeir elstu sem mega taka þátt eru fæddir 2003. Það voru tæplega 160 keppendur sem störtuði í dag og 72 sem kláruðu keppni. Fyrir þetta fékk Jón Erik 48.24 FIS punkta sem er besti árangur hans á ferlinum. Jón Erik sem keppir fyri skíðadeild Fram er í mánaðarlöngum FIS (alþjóðlega skíðasambandið) æfingarbúðum þessa dagana ásamt Eyrúnu Erlu Gestsdóttur úr Víking. Eyrún keppti einnig á sama móti í dag og gerði einnig sína bestu FIS punkta á ferlinum þegar hún endaði í 17. sæti af tæplega 100 keppendum sem störtuðu og 65 sem kláruðu mótið. En hún varð í 2. sæti í sínum árgangi sem er frábær árangur hjá þessari efnilegu stúlku. Til gamans má geta að Eyrún er í úrtakshópi vegna Ólympíuleika ungmenna sem fara fram í Gangwon í Suður Kóreu í janúar. 

SKÍ óskar þeim báðum til hamingju með góðan árangur.