Landsliðsmaðurinn okkar Jón Erik Sigurðsson tók þátt í sínu fyrsta móti vetrarins í Suomu í Finnland þar sem hann keppti í svigi.
Jón Erik sem var með rásnúmer 16 átti góða ferð og var í 6. sæti eftir fyrri ferðina en gerði svo gott betur og náði 4. besta tímanum í seinni og endaði í 5 sæti og gerði 46.38 FIS punkta sem er hans besti árangur á ferlinum. Aðstæður voru mjög krefjandi en brekkan var ísilögð og brautin með miklum beyjum.
Aðspurður sagðist Jón Erik eiga nóg inni en var mjög sáttur með bætingu á fyrsta mótinu á nýju keppnistímabili.
Sjá úrslit hér: National Junior Race Suomu (FIN)
Næstu mót hjá landsliðinu í alpagreinum verða 23.-24. nóvember og verða þau einnig í Finnlandi. Það verður spennandi að fylgjast með Jóni Erik og liðsfélögum hans í vetur.
Skíðasamband Íslands óskar honum til hamingju með árangurinn.