Jón Erik sigraði á Ítalíu

Jón Erik Sigurðsson sáttur með sigurinn
Jón Erik Sigurðsson sáttur með sigurinn

B-landsliðsmaðurinn okkar Jón Erik Sigurðsson gerði sér lítið fyrir og sigraði alþjóðlegt mót í svigi í San Giovanni di Fassa á Ítalíu í dag. 

Jón Erik var með rásnúmer 9 og var í þriðja sæti eftir fyrri ferðina en átti svo þrusu góða seinni ferð sem skilaði honum sigrinum. Þetta var fyrsti sigur hans á erlendri grundu og fékk hann 35.07 FIS stig sem eru hans næst bestu á ferlinum.

"Ég er fyrst og fremst sáttur og alltaf gaman að vinna en þetta er ennþá rétt að byrja" sagði Jón Erik þegar sigurinn var í höfn. 

Sjá úrslit mótsins hér: San Giovanni di Fassa-Sèn Jan, National Junior Race, T, TROFEO PARTENOPE, Slalom

Skíðasambandið óskar Jóni Erik til hamingju með frábæran árangur.