Jón Erik og Bjarni á palli á Ítalíu

Landsliðsmennirnir okkar þeir Bjarni Þór Hauksson og Jón Erik Sigurðsson tóku þátt í alþjóðlegu stórsvigsmóti á Ítalíu í dag. 

Eftir fyrri ferðina var Jón Erik með annan besta tímann og Bjarni Þór með þann fjórða besta. Í seinni ferðinni var það Bjarni Þór sem tók brautartímann og Jón Erik varð með annan besta tímann sem skilaði 2. sæti fyrir Jón Erik og 3. sæti fyrir Bjarna Þór. 

Jón Erik skoraði 34.56 FIS punkta fyrir mótið sem er hans allra besti árangur á ferlinum í stórsvigi og Bjarni Þór skoraði 38.18 FIS punkta sem er einnig hans besti árangur í stórsvigi. 

Sjá úrslit mótsins hér: FIS | Alpine Skiing Results - San Giovanni di Fassa (ITA) 2024/2025

Skíðasambandið óskar þeim til hamingju með frábæran árangur.