Í dag fór fram svig karla á heimsmeistaramóti unglinga sem fram fer í Tarvisio á Ítalíu, en það er jafnfram loka grein mótsins.
Ísland átti þrjá keppendur, Bjarna Þór Hauksson úr Víking, Jón Erik Sigurðsson úr Fram og Pétur Reidar Pétursson úr KR.
Bjarni Þór sem var með rásnúmer 42 byrjaði vel en datt því miður í miðri braut og náði ekki að ljúka fyrri ferðinni, Jón Erik með rásnúmer 46 átti fína ferð sem skilaði honum í 26. sæti eftir fyrri ferðina. Pétur Reidar sem var með rásnúmer 103 var í 56. sæti eftir fyrri ferðina, en brautin var orðin mjög krefjandi þegar hann fór niður og aðeins 59 keppendur af 131 kláruðu fyrri ferðina.
Jón Erik var með rásnúmer 5 í seinni ferðinni og nýtti sér það heldur betur og skíðaði mjög vel og var með 7. besta tímann og 22. sæti samanlagt. Pétur Reidar var dæmur úr leik eftir að hafa sleppt síðasta portinu.
"Mér líður vel með svigið og sérstaklega ánægður með seinni og náði að sína að ég á heima með þeim efstu en við erum rétt að byrja" sagði Jón Erik eftir mótið í dag.
Skíðasambandið óskar Jóni Erik til hamingju með árangurinn.
Sjá úrslit hér