Landsliðsmaðurinn okkar Jón Erik heldur áfram að standa sig vel á mótum á Ítalíu.
Í dag tóku hann og Bjarni Þór Hauksson þátt í alþjóðlegu stórsvigsmóti í Pozza di Fassa. Bjarni Þór var með fjórða besta tímann eftir fyrri ferðina aðeins +0.31 á eftir besta manni og Jón Erik þann 10. besta +0.82 á eftir. Í seinni ferðinni þá negldi Jón Erik enn og aftur á þetta að eigin sögn sem skilaði honum bersta tímanum í seinni ferðinni og 2. sætinu samanlagt ásamt norðmanninum Aleksander Berg Torpe og hans bestu FIS punktum á ferlinum í stórsvigi, 34,16. Bjarna Þór gekk því miður ekki jafn vel í seinni ferðinni og endaði í 10.sæti.
Þetta voru fimmtu verðlaun Jóns Eriks á jafn mörgum mótum á sex dögum, 1 gull, 3 silfur og 1 brons.
SKÍ náði tali af Jóni Erik í kvöld þegar hann var að að "preppa" skíðin sín fyrir svigmót sem hann og Bjarni Þór taka þátt í á morgun.
Hann er að vonum sáttur með árangurinn þó svo að hann segist ennþá eiga nóg inni.
Skíðasambandið óskar Jóni Erik enn og aftur til hamingju með góðan árangur og bætinguna og óskar þeim félögum góðs gengis á morgun.