Jón Erik enn og aftur á palli

Landsliðsmaðurinn okkar, Jón Erik Sigurðsson, heldur áfram að standa sig vel á mótum á Ítalíu.

Hann tók þátt í stórsvigsmóti á sunnudaginn þar sem hann var sjötti eftir fyrri ferðina en Jón Erik skíðaði töluvert betur í seinni ferðinni sem gaf honum 2. sætið og 43.73 FIS punkta. Þess má geta að landsliðsmaðurinn okkar Bjarni Þór var með annann tímann eftir fyrri ferðina en náði því miður ekki að ljúka seinni ferðinni. 

Sjá úrslit hér: FIS | Alpine Skiing Results - San Giovanni di Fassa (ITA) 2024/2025

Í dag gerði Jón Erik gott betur þegar hann endaði í 3. sæti eftir að hafa verið með fimmta besta tímann eftir fyrri ferðina og fékk 43.11 FIS punkta sem er hans næst besti árangur í stórsvigi á ferlinum.

Sjá úrslit hér: FIS | Alpine Skiing Results - Pozza di Fassa (ITA) 2024/2025  

Jón Erik hefur færst upp um rúmlega 600 sæti á heimslista í stórsvigi frá því að tímabilið byrjaði og rúmlega 400 sæti í svigi sem er frábær árangur. 

Skíðasambandið óskar Jóni Erik til hamingju með góðan árangur. 

 

Alpagreinalandsliðið er við æfingar og keppnir á Ítalíu og Austurríki um þessar mundir. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir keppir í bruni í evrópubikarnum á morgun miðvikudag og fimmtudag í Zauchensee í Austurríki og risasvigi á sama stað á föstudaginn.