Íþróttafólk ársins 2021

Skíðasamband Íslands hefur valið íþróttafólk ársins 2021. Eins og undanfarin ár er valinn einn íþróttamaður af hvoru kyni.

Íþróttakona ársins - Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir (alpagreinar), skíðadeild Ármanns

Hólmfríður Dóra átti gott ár og náði mörgum góðum úrslitum. Á árinu náði hún þeim merka árangri að sigra á sínu fyrsta aljóðlega FIS móti á erlendri grundu. Hólmfríður lét það ekki duga en samtals sigraði hún þrjú mót erlendis og var 20 sinnum í efstu 10 sætunum. Hólmfríður náði einnig 35.sæti á HM í Cortina í stórsvigi.

Helstu úrslit:
1.sæti – FIS NC SL, Suomu FIN
1.sæti – FIS NJC GS, Yllas FIN
2.sæti – FIS SL, Champoluc ITA

Heimslisti:
Svig: 506.sæti (15,2%*)
Stórsvig: 515.sæti (15,8%*)
Risasvig: 598.sæti (34,3%*)
Brun: 424.sæti (46,1%*)

Íþróttamaður ársins - Snorri Einarsson (skíðaganga), skíðagöngufélagið Ullur

Snorri tekur virkan þátt í heimsbikarmótaröðinni í skíðagöngu í lengri vegalengdum. Á árinu endaði hann í 41.sæti í Tour de Ski mótaröðinni og náði einu sinni á meðal 30 efstu keppendana í heimsbikarnum, en það var í Val di Fiemme. Á HM náði hann bestum árangri í 30 km skiptigöngu þar sem hann endaði í 57.sæti.

Helstu úrslit:
30.sæti – Heimsbikar WC 10km F, Val di Fiemme ITA
38.sæti – Heimsbikar WC 15 km C, Val di Fiemme ITA
41.sæti – Heimsbikar WC 15 km F, Toblach ITA

Heimslisti:
Sprettganga: 444.sæti (12,5%*)
Lengri vegalengdir: 213.sæti (4,8%*)

*: % sem hlutfall af heildar fjölda keppenda á viðkomandi heimslista. 0% er best og 100% verst.