Ísland átti fimm keppendur í sprettgöngu á HM í Þrándheimi í dag

Í morgun fór fram undankeppni í sprettgöngu með frjálsri aðferð á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem fram fer í Þrándheimi í Noregi. 

Ísland átti fimm keppendur, 1 konu og 4 karla og var því fullur kvóti karla megin. Konur byrjuðu og því var það Kristrún sem var fyrst af Íslendingunum í startið, hún hafði rásnúmer 77 en endaði í 79. sæti af 121 keppanda og +43.84 sek á eftir. Þetta var flottur sprettur hjá Kristrúnu sem hefur átt við erfið meiðsla að stríða undanfarna mánuði og var hún því sátt með sitt þar sem hún hefur lítið getað æft og formið því ekki upp á sitt besta.

Með þessari göngu tryggði Kristrún eitt Ólympíusæti fyrir Ísland í kvennaflokki. 

Sjá úrslti hér

Dagur var með rásnúmer 77 og endaði í 94.sæti af þeim 183 sem störtuðu +24.30 á eftir Johannes Klæbo sem var fyrstur, þetta var ágætur sprettur að hans mati. Fróði Hymer var með rásnúmer 113 og endaði 111. sæti +29.91 á eftir. Einar Árni Gíslason með rásnúmer 117 endaði í 112. sæti +30.36 sek á eftir sem er mjög vel gert hjá honum þar sem hann hefur aldrei verið svona stutt á eftir Fróða áður. Ástmar Helgi Kristinsson var með rásnúmer 115 endaði í 115. sæti +31.02 sek á eftir sem er á pari við aðrar sprettgöngur hjá honum í vetur. 

Með þessum spretti hjá okkar mönnum í dag þá hefur Island tryggt sér eitt Ólympíusæti í karlaflokki. 

Sjá úrslit hér

Aðeins þeir 30 bestu í undankeppnninni í sprettinum komast áfram og því hefur okkar fólk lokið keppni í sprettinum. 

Kristrún Guðnadóttir og Einar Árni Gíslason hafa nú lokið keppni á heimsmeistaramótinu og halda heim á leið á morgun.