Hólmfríður Dóra með sinn besta árangur í bruni í Kvitfjell

Landsliðskonan okkar Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir tók þátt í tveimur alþjóðlegum brunmótum í Kvitfjell í Noregi í dag. 

Hófí Dóra eins og hún er gjarnan kölluð endaði í fimmta sæti á báðum brunmótunum. Fyrra mótið sigraði Livia Rossi frá Sviss og var Hófí Dóra  aðeins +0.64 sek á eftir henni og gerði 45.92 FIS punkta. Í seinna mótinu var hún +0.73 sek á eftir sigurveigaranum Daria Zurlinden, sem er einnig frá Sviss, og gerði 47.81 FIS punkta. Á núverandi lista er Hófí Dóra í 186. sæti með 64.77 FIS punkta og því er ljóst að með árangri dagsins færist hún töluvert upp heimslistann. 

Skíðasambandið óskar Hófí Dóru til hamingju með árangurinn.