Áfram héldu íslensku konurnar að keppa á FIS mótaröð í Abetone á Ítalíu í dag. Keppni dagsins var stórsvig og voru yfir 120 keppendur skráðir til leiks í kvennaflokki. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir náði bestum árangri þegar hún náði 6.sætinu og fékk 77.04 FIS stig sem er aðeins frá hennar heimslistastöðu. Katla Björg Dagbjartsdóttir endaði í 22.sæti og fékk 98.22 FIS sem er bæting á heimslista. Hjördís Birna Ingvadóttir var í 95.sæti en Fríða Kristín Jónsdóttir náði ekki að ljúka fyrri ferð.
Heildarúrslit má sjá hér.
Á morgun fer fram annað stórsvigsmót hjá þeim á sama stað.