Um helgina keppti Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, B-landsliðskona í alpagreinum, á tveimur stórsvigsmótum. Mótin fóru fram í Kloevsjoe (Svíþjóð) og gerði Hólmfríður sér lítið fyrir og gerði sín bestu FIS stig á ferlinum. Hún endaði í 11.sæti og fékk 48.88 FIS stig en á heimslista er hún með 54.86 FIS stig. Í fyrra mótinu náði hún ekki að ljúka keppni.
Sunnudagur 16.des - Stórsvig
11.sæti Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir
Hér má sjá öll úrslit frá Kloevsjoe.