Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir tók þátt í heimsbikarnum í hraðagreinum um helgina

Hófi Dóra á fullri ferð í risasvigi í Cortina á Ítalíu
Hófi Dóra á fullri ferð í risasvigi í Cortina á Ítalíu

Landsliðskonan okkar, Hólfmfríður Dóra Friðgeirsdóttir úr Ármann, þreytti frumraun sína í heimsbikarnum í bruni þegar hún keppti í Cortina á Ítalíu í gær. 

Hólmfríður Dóra eða Hófí Dóra eins og við köllum hana var með rásnúmer 53 og endaði í 50. sæti af 54 sem hófu keppni. Það var heimakonan Sofia Goggia frá Ítalíu sem fór með sigur af hólmi. 

Sjá úrslit hér: FIS | Audi FIS Ski World Cup Results - Cortina d'Ampezzo (ITA) 2024/2025

Þetta var í fyrsta skipti í rúmlega 16 ár sem Ísland hefur átt keppanda í heimsbikarnum í bruni eða síðan Dagný L. Kristjánsdóttir tók þátt í heimsbikarmóti í bruni í St. Anton í Austurríki í desember 2007. 

Í dag tók Hófi Dóra síðan þátt í sínu öðru heimsbikarmóti í risasvigi þegar hún keppti í Cortina í morgun. 

Hún var með rásnúmer 59 og endaði í 46. sæti af 58 keppendum sem hófu keppni. En það var Federica Brignone sem sigraði örugglega. 

Sjá úrslit hér: FIS | Audi FIS Ski World Cup Results - Cortina d'Ampezzo (ITA) 2024/2025

Skíðasambandið óskar henni til hamingju með frumraunina og flottar ferðir.