Hólmfíður Dóra Friðgeirsdóttir, A-landsliðskona í alpagreinum, byrjaði keppnistímabilið vel þegar hún sigraði alþjóðlegt mót í svigi í Finnlandi í gær 23. nóvember.
Hólmfríður Dóra var með rásnúmer 16 og náði öðrum besta tímanum eftir fyrri ferð en endaði sem sigurvegari eftir báðar ferðirnar. Þetta var frábær byrjun á keppnistímabilinu hjá Hófí Dóru eins og hún er oft kölluð og bætti hún FIS punktana sína verulega.
Sjá úrslit hér: FIS Suomu (FIN)
Skíðasambandi náði tali af Hófí Dóru og þetta hafði hún að segja:
"Ég er mjög ánægð að byrja tímabilið á sigri hér í Finnlandi. Það er alltaf frábær tilfinning að sjá mikla vinnu skila sér. Reynslan nýttist mér líka vel þar sem þurfti að halda góðri einbeitingu í gegnum brautirnar. Aðstæður voru góðar en mikill ís og nokkuð sleipur klaki stóran hluta brautarinnar sem gerði þetta afar krefjandi. Það var skemmtilegt að fylgjast með yngstu stelpunum sem eru að keppa á sínu fyrsta ári í FIS, skíða með sjálfstraust niður ísilagðan brattann. Virkilega hvetjandi fannst mér og minnir mann á hversu mikill hæfileiki er innan íþróttarinnar og hversu spennandi framtíð alpagreina er. Annars er ég verulega spennt fyrir keppnistímabilinu og vona að fólk fylgist með okkur í íslenska landsliðinu í vetur!"
Við hjá skíðasambandi erum allavega spennt fyrir vetrinum og fylgjast með landsliðunum og öllu okkar unga og efnilega fólki.
SKÍ óskar Hófí Dóru til hamingju með sigurinn.