Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir hóf keppni í dag á HM í alpagreinum

Hólmfríður Dóra hóf keppni í dag á Heimsmeistaramótinu í alpagreinum fyrst Íslendinga en hún er jafnfram eina íslenskan konan sem tekur þátt í mótinu. 

Keppt var í risasvigi í dag og Hófí Dóra sem var með rásnúmer 39 byrjaði mjög vel en misreiknaði línuna fram af stóra hoppinu og náði þar af leiðandi ekki portinu eftir hoppið og lauk ekki keppni.

Þetta var mjög svekkjandi, sérstaklega þar sem risasvig er hennar besta grein og hún var mjög spennt fyrir því enda búin að leggja inn mikla vinnu. Það er hinsvegar nýr dagur á morgun og þá tekur Hófí Dóra þátt í síðustu brunæfingunni og síðan er brun keppnin á laugardaginn 8. febrúar. 

Sjá úrslit hér

Dagskrá mótsins