A landsliðskonan okkar í alpagreinum, Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, tekur þátt í sínu fyrsta heimsbikarmóti núna um helgina.
Hún keppir í bruni í Zermatt - Cervinia 18. og 19. nóvember og er skemmtilegt að segja frá því að brunbrautin sem heitir Gran Becca fer yfir landamæri Sviss til Ítalíu.
Fyrsta brunæfingin átti að vera í gær en var aflýst vegna mikilla vinda á svæðinu. En í þessum töluðu orðum er þá fyrsta æfingin í gangi og er Hólmfríður Dóra með rásnúmer 65. Það er síðan önnur brunæfing á dagskrá á morgun áður en Heimsbikarinn fer fram á laugardag og sunnudag.
Hólmfríður Dóra hefur verið meira og minna við æfingar á jöklum erlendis frá því í september með þjálfaranum sínum Jakobi Helga Bjarnasyni og hefur lagt mikið á sig á undirbúningstímabilinu eftir að hafa verið meidd bróðurpart af síðasta tímabili.
Það verður gaman að fylgjast með henni í vetur þar sem hún stefnir á að taka þátt í fleiri Heimsbikar- og einnig Evrópubikarmótum.
Hægt að er fylgjast með LIVE hér Zermatt - Cervinia brun eða á FIS appinu í símanum.