Í dag var síðasta þátttökugreinin hjá íslensku keppendunum á HM unglinga í alpagreinum sem fram fer í Davos í Sviss. Keppt var í svigi karla og var einungis einn íslenskur keppandi, Björn Ásgeir Guðmundsson, sem hóf keppni. Georg Fannar Þórðarson keppti ekki vegna veikinda sem hafa plagað hann að undanförnu. Aðstæður voru krefjandi í dag og fór svo að Björn Ásgeir náði ekki að ljúka fyrri ferðinni.
Heildarúrslit úr sviginu má sjá hér og öll úrslit frá mótinu má nálgast hér.
Hópurinn heldur til Munchen í dag þar sem hann gistireina nótt áður en hann flýgur heim með Icelandair á morgun.