Á morgun hefst fyrsta keppnina á HM í skíðagöngu sem fram fer í Lahti í Finnlandi. Íslenski hópurinn kom í gær og er ánægður með aðstæður í Lahti. Gist er í Vierumäki sem er um 30 km frá Lahti en þar gista öll liðin á mótinu. Í dag var farið og prufað keppnisbrautina ásamt því að smurningsmenn veltu fyrir sér og purfuðu mismunandi áburði og klístur fyrir morgundaginn.
Miðvikudagur 22.feb - Undakeppni
Konur hefja leik kl.14:00 að staðartíma. Elsa Guðrún Jónsdóttir er eini kvennkeppandinn á morgun og hefur hún leik nr. 26 í röðinni eða kl.14:13. Konurnar munu ganga 5 km með hefðbundinni aðferð. Lifandi tímatöku verður hægt að sjá hér.
Karlar hefja leik kl.15:30 að staðartíma. Þrír íslenskir keppendur eruu skráðir til leiks, Albert Jónsson (nr. 47 - kl. 15:53:30), Brynjar Leó Kristinsson (nr. 48 - kl.15:54:00) og Sævar Birgisson (nr. 51 - kl.15:56:00). Karlarnir munu ganga 10 km með hefðbundinni aðferð. Lifandi tímatöku verður hægt að sjá hér.
Hérna má sjá mynd af keppnisbrautinni.
Hérna í Lahti erum við tveim klukkustundum á undan Íslandi.
Reglur í undankeppni
Í undankeppninni komast að hámarki 10 bestu áfram af hvoru kyni. Karlar þurfa að gera undir 140 FIS punktum og vera í topp 10 en konurnar undir 180 FIS punktum og vera í topp 10. Komist keppandi áfram fær hann þátttökurétt í öllum göngum í lengri vegalengdum.
Það verður spennandi að fylgjast með hvað okkar keppendur gera á morgun. Keppendurnir eru klárir í slaginn eftir góðan undirbúning og stemmingin í hópnum er frábær.