Fyrsta aðalkeppnin í lengri vegalengdum fór fram á HM í Oberstdorf í dag. Snorri Einarsson var eini íslenski keppandinn en jafnframt var þetta fyrsta keppnin hans Snorra á mótinu. Snorri hafði rásnúmer 44 af alls 76 keppendum sem hófu keppni.
Snorri endaði í 57.sæti og er það nokkuð frá hans besta árangri.
Heildarúrslit má sjá hér.
Á morgun fer fram liðasprettur þar sem íslenska liðið teflir fram einu karlaliði. Þeir Isak Stianson Pedersen og Snorri Einarsson mynda liðið og hefst keppni í undanúrslitum kl.10:00 að íslenskum tíma. Farnir eru þrír sprettir á hvorn keppanda og verða tveir undanúrslitariðlar fyrir aðalkeppnina.