HM í norrænum greinum fer fram í Oberstdorf í Þýskalandi dagana 24.febrúar til 7.mars. Keppni hefst á morgun með undankeppni fyrir lengri vegalengdir en fyrsta aðalkeppnin er sprettganga á fimmtudag. Alls eru fimm íslenskir keppendur skráðir til leiks, ein kona og fjórir karlar.
Í undankeppninni á morgun þarf að vera í einu af 10 efstu sætunum til að fá þátttökurétt í aðalkeppnunum í lengri vegalengdum. Í sprettgöngunni fara allir keppendur í undanrásir þar sem 30 efstu fara áfram í aðalkeppnina í sprettgöngu.
Keppendur og keppnisgreinar
Konur:
Gígja Björnsdóttir - Undankeppni í lengri vegalendum og sprettganga
Karlar:
Albert Jónsson - Undankeppni í lengri vegalendum og sprettganga
Dagur Benediktsson - Undankeppni í lengri vegalendum og sprettganga
Isak Stianson Pedersen - Sprettganga
Snorri Eyþór Einarsson - Aðalkeppni í öllum lengri vegalengdum og sprettganga
Keppnisdagar hjá íslensku keppendunum (tímar miðast við íslenskan tíma):
Allar aðalkeppnir verða sýndar á RÚV. Undankeppnin á morgun verður hægt að sjá á Eurosport.
Úrslit og lifandi tímatöku má sjá hér.
Heimasíða mótshaldara má sjá hér.
Minnum svo á samfélagsmiðlana okkar:
Instragram: skidasamband
Facebook: Skíðasamband Íslands