Aðalkeppni kvenna í svigi á HM í alpagreinum sem fer fram í Cortina á Ítalíu fer fram í dag. Fjórar íslenskar konur voru meðal keppenda í aðalkeppninni í morgun en því miður náði enginn þeirra að ljúka fyrri ferð.
Katla Björg Dagbjartsdóttir hóf leik nr. 68 en fór útúr brautinni mjög snemma. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir sem ræsti nr. 71 og Sigríður Dröfn Auðunsdóttir nr. 74 skíðuðu báðir vel og voru nánast á sama tíma á millitíma tvö en fóru báðar útúr fljótlega eftir hann. Hjördís Birna Ingvadóttir ræsti síðust út af íslensku konunum eða nr. 77 og fór eins og Katla Björg, snemma útúr brautinni.
Íslensku konurnar hafa því lokið keppni á HM í Cortina.