HM á snjóbrettum í Aspen hófst í gærkvöldi með undankeppni í slopstyle. Marinó Kristjánsson var meðal keppanda og var í fyrri riðli af tveimur. Erfiðar aðstæður á mótsstað voru í gær en mikill vindur var á svæðinu ásamt því að það hafði snjóað í brautina. Í undankeppninni voru farnar tvær ferðir þar sem betri ferðin gilti til stiga. Upphaflega átti brautin að samanstanda af sex hlutum, en það voru þá þrjár rail leiðir og þrír stökkpallar. Útaf vindi var hins vegar ákveðið að taka síðasta og stærsta stökkpallinn út og því einungis fimm hlutir í brautinni. Einnig gerði upphaflegt plan fyrir 10 bestu í úrslitum en það var ákveðið að fjölga þeim í 16 bestu úr undankeppninni vegna veðurs.
Í fyrri ferðinni gerði Marinó mistök á einu af railunum og þar af leiðandi fékk hann ekki hátt skor fyrir ferðina, ein mistök þýða einfaldlega að ferðin í heild sinni verður ekki góð stigalega séð. Í seinni ferðinni gekkk vel á railunum en á öðrum stökkpallinum náði hann ekki góðri lendingu. Niðurstaðan var því að lokum að hvorug ferðin gekk sem skildi og 54.sætið raunin.
Heildarúrslit má sjá hér. Öll úrslit frá Aspen má sjá hér.
Marinó keppir næst í undankeppninni í risa stökki (big air) og fer það fram sunnudaginn 14.mars.