Í kvöld fór fram undankeppni í risastökki (big air) á HM á snjóbrettum. Mótið fer fram í Aspen í Bandaríkjunum.
Marinó Kristjánsson endaði í 47.sæti af alls 58 keppendum. Farnar voru tvær ferðir þar sem önnur ferðin gilti til lokastiga og komust samtals 12 efstu keppendur uppúr tveimur undanriðlum. Í fyrri ferðinni tók Marinó "double backflip" og fékk 34 stig og í þeirra síðari tók hann "front 7 Mellon" og fékk 36 stig.
Heildarúrslit má sjá hér.
Keppni á HM er því lokið en Marinó mun taka þátt í heimsbikarmót í slopestyle á sama stað í Aspen þann 19.mars.