Helga María Vilhjálmsdóttir, A landsliðskona í alpagreinum, meiddist á miðvikudag við æfingar í Bad Wiessee í Þýsklandi. Var hún stödd þar til að keppa á tveimur svigmótum í evrópubikar sem undirbúning fyrir HM. Helga María fékk stöng í hendina með þeim afleiðingum að þumall á vinstri hendi brotnaði. Svo slæmt var brotið að hún þurfti að gangast undir aðgerð í gær í Munchen og eftir hana kom í ljós að hún mun ekki geta tekið þátt á heimsmeistaramótinu og verður að öllum líkindum frá það sem eftir lifir vetrar.
Helga María var frá vegna krossbandsslita allan síðasta vetur og hóf aftur keppni fyrir síðustu jól. Hún náði nokkrum góðum úrslitum og var að komast í sitt fyrra form en nú er ljóst að hún nær að öllum líkindum ekki að klára þennan vetur.