Helga María Vilhjálmsdóttir, A-landsliðskona í alpagreinum, hóf í dag keppni á nýju keppnistímabili. Í vetur mun Helga María stunda nám við háskóla í Þrándheimi sem ber heitið Norwegian University of Science and Technology. Þar mun hún vera hluti að skíðaliði sem verður í prógrami á vegum skólans og mun hafa aðalæfingaaðstöðu í Oppdal. Í haust hefur Helga María verið við æfingar á jöklum, bæði í Noregi og ölpunum í mið Evrópu og er hún búin að ná mörgum skíðadögum til þessa. Í vetur mun Helga svo keppa á fjölmörgum mótum og hóst það í dag með svigi í Kaabdalis.
Því miður náði Helga María ekki að klára fyrri ferð á mótinu í dag en úrslit úr því má sjá hér. Helga María mun keppa á sama stað á morgun og verður hægt að fylgjast með lifandi tímatöku hér.
Vegna lélegra snjóalaga í Evrópu eru mótin í Kaabdalis óvenju sterk en þó nokkrir keppendur sem keyra heims- og evrópubikar taka þátt í mótunum.