Keppendur á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu 2025

Heimsmeistaramótið í skíðagöngu fer fram í Þrándheimi í Noregi dagana 26. febrúar - 16. mars 2025

Ísland mun eiga allavega fimm keppendur á mótinu sem valdir voru eftir áður útgefnum reglum. Ennþá hefur einn karl í viðbót möguleika á að vinna sér inn sæti á mótinu en það mun koma í ljós á næstu dögum. Hluti af íslenska hópnum byrjar strax keppni á fyrsta degi mótsins 26. febrúar þegar þau taka þátt í undankeppni í 7.5 km göngu með frjálsri aðferð. 

 

Íslenski hópurinn:

Kristrún Guðnadóttir - Skíðagöngufélagið Ullur

Dagur Benediktsson - Skíðafélag Ísafjarðar

Fróði Hymer - Skíðagöngufélagið Ullur

Einar Árni Gíslason - Skíðafélag Akureyrar

Ástmar Helgi Kristinsson - Skíðafélag Íslafjarðar

Vegard Karlstrøm - Landsliðsþjálfari

Snorri Einar Eyþórsson - Aðstoðarþjálfari

Espen Tøllefsen - Smurningsmaður

Erlend Skippervik - Sjúkraþjálfari og smurningsmaður

Einar Ólafsson - Farastjóri

 

Það verður sýnt frá mótinu í beinni á RÚV.

Skíðasambandið óskar keppendum til hamingju með sætið og góðs gengis á mótinu.

Heimasíða mótsins

Dagskrá, live timing og úrslit