Ísland mun eiga 5 keppendur á mótinu í þetta sinn en landsliðsmennirnir okkar þeir Bjarni Þór Hauksson og Matthías Kristinsson afþökkuðu sætin sín sem og Elín Elmarsdóttir Van Pelt. Þau ætla að einbeinta sér að Heimsmeistaramóti unglinga sem fram fer í Tarvisio á Ítalíu 25. febrúar - 6. mars. Landsliðskonan okkar, Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir úr Ármanni, verður sú fyrsta af Íslensku keppendum til að mæta til Saalbach en hún tekur þátt í brunæfingum 4. og 5. febrúar og keppir svo í risasvigi 6. febrúar og bruni 7. febrúar. Strákarnir hefja hinsvegar keppni 13. febrúar þegar þeir taka þátt í undankeppni í stórsvigi.
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir úr Ármanni tekur þátt í risasvigi, bruni, stórsvigi og svigi
Gauti Guðmundsson úr KR tekur þátt í stórsvigi og svigi
Jón Erik Sigurðsson úr Fram tekur þátt í stórsvigi og svigi
Sturla Snær Snorrason úr Ármanni tekur þátt í svigi
Tobias Hansen úr SKA tekur þátt í stórsvigi og svigi
Marko Špoljarić - landsliðsþjálfari
Branko Vasiljevic - aðstoðarlandsliðsþjálfari
Sigurður Nikulássin - aðstoðarþjálfari
Jusep Capel - skíðatæknir og aðstoðarmaður
Helgi Steinar Andrésson - sjúkraþjálfari
Brynja Þorsteinsdóttir - afreksstjóri SKÍ og farastjóri
4. febrúar - Brunæfing kvenna
5. febrúar - Brunæfing kvenna
6. febrúar - Risasvig kvenna
7. febrúar - Brun kvenna
12. febrúar - Undankeppni stórsvig kvenna
13. febrúar - Stórsvig kvenna og undankeppni stórsvig karla
14. febrúar - Stórsvig karla og undankeppni svig kvenna
15. febrúar - Svig kvenna og undankeppni svig karla
16. febrúar - Svig karla
Það verður sýnt frá mótinu í beinni á RÚV.
Skíðasambandið óskar hópnum góðs gengis í Saalbach.