Keppni dagsins á heimsbikarmótaröðinni í skíðagöngu var sprettganga í Lillehammer.
Snorri Einarsson endaði í 89.sæti ef alls 110 keppendum sem voru skráðir til leiks. Fyrir úrslitin fékk hann 131,17 FIS stig og er það umtalsverð bæting á heimslista en þar er hann með 157,91 FIS stig.
Á morgun fer fram 15 km ganga með frjálsri aðferð. Spennandi verður að fylgjast með keppni morgundagsins en Snorri ræsir á frábærum stað með fullt af sterkum keppendum bæði fyrir fram og aftan sig.
Dagskrá helgarinnar í Lillehammer
Laugardagur 1.des
15 km frjáls aðferð - Hefst kl. 12:15 að staðartíma og kl. 11:15 að íslenskum tíma. Snorri ræsir kl. 11:35:30 að íslenskum tíma.
Snorri hefur rásnúmer 41 af alls 103 keppendum sem eru skráðir á ráslista. Heildarráslista má sjá hér.
Sunnudagur 2.des
15 km eltiganga, hefðbundin aðferð - Hefst kl. 11:45 að staðartíma og kl. 10:45 að íslenskum tíma.
Hægt verður að horfa á beina útsendingu frá mótinu á sjónvarpsstöðvum eins og NRK, SVT og Eurosport. Á heimasíðu FIS verður hægt að finna lifandi tímatöku og svo endanleg úrslit hér.
Heimasíðu mótshaldara má svo finna hér. Þar má finna ýmsar upplýsingar um öll mót helgarinnar.