"Mini tour" helgin í Lillehammer lauk í dag með eltigöngu. Keppt var í 10/15 km göngu með hefðbundinni aðferð og voru aðstæður krefjandi en nokkur úrkoma var á svæðinu sem gerði sumum erfitt fyrir.
Snorri Einarsson ræsti út nr. 62 en ræst var út eftir samanlögðum árangri síðustu tveggja daga. Að lokinni eltigöngunni endaði Snorri í 58.sæti og er það því endanlegt sæti fyrir "mini tour" helgina en það er samanlagður árangur fyrir allar þrjár keppnir helgarinnar.
Hér má sjá öll úrslit frá Lillehammer.
Næst á dagskrá hjá Snorra er Tour de Ski sem hefst 29.desember og stendur til 6.janúar. Í Tour de Ski er keppt í sjö keppnum á níu dögum í þrem mismunandi löndum. Fram að Tour de Ski mun Snorri æfa á heimaslóðum í Noregi.