Haukur Bjarnason var sæmdur gullmerki SKÍ á opnunarhátíð Skíðalandsmótsins sem fram fór í verslun Útilífs í Skeifunni í gær (4. apríl sl.). Sonur hans Bjarni Þór tók við merkinu fyrir hönd föður síns, en fjölskyldan er búsett í Noregi, en hann kom til landsins til að keppa á Skíðalandsmótinu sem fram fer um helgina í Bláfjöllum.
Haukur Bjarnason byrjaði snemma að æfa skíði hjá Skíðadeild KR, hann var landsliðsmaður en eftir alvarlegt slys hætti hann keppni. Eftir að hafa jafnað sig á þeim meiðslum, hóf hann störf við þjálfun sem hann sinnir enn. Haukur hefur tekið allar þær þjálfaragráður sem hægt er að ná hjá Norska Skíðasambandinu.
Haukur hefur komið víða við á þjálfaraferli sínum og náð góðum árangri. Hann starfaði um tíma sem þjálfari hjá Skíðadeild KR. Hann var m.a. þjálfari Kristins Björnssonar sem keppti lengi við góðan orðstír en hann var einnig hjá Sænska landsliðinu á þeim tíma sem hann þjálfaði Kristinn. Hann var landsliðsþjálfari SKÍ á tímabili og var þjálfari á Ólympíuleikunum 2002 í Salt Lake City. Þá var Haukur þjálfari hjá norska landsliðinu um árabil þar sem hann þjálfaði Evrópubikar lið Norðmanna með góðum árangri. Haukur var einnig þjálfari hjá Evrópuliði kvenna hjá Norska Skíðasambandinu fyrir nokkrum árum. Haukur hefur hann hefur lengi verið þjálfari hjá NTG skíðamenntaskólanum í Geilo með hléum við þjálfun hjá landsliðum eins og áður er getið, en undanfarin ár hefur hann þjálfað hjá NTG í Geilo.
Í tilefni afhendingu viðurkenningarinnar sagði Bjarni formaður SKÍ, að Haukur hefði verið íslenskum skíðamönnum og þjálfurum ómetanlegur í áravís þar sem hann hefur aðstoðað Íslendinga sem hafa komið til æfinga eða keppni í Geilo í Noregi, en þar hefur hann verið búsettur í langan tíma. Þar hefur hann verið okkar skíðafólki innan handar og aðstoðað við fá góða æfinga aðstöðu í Geilo og enn fremur leiðbeint æfinga- og keppnishópum, fyrir það ber að þakka.
Sem þakklætisvott fyrir framlag og metnað Hauks ákvað stjórn Skíðasambandsins að veita honum Gullmerki sambandsins og veitti Bjarni Þór sonur hans við merkinu viðtöku í fjarveru föður síns.