Skíðamót Íslands í alpagreinum hófst í dag með keppni í stórsvigi. Flott veður var á mótsstað, heiðskýrt, logn og við frostmark. 24 keppendur voru skráðir til leiks, 12 af hvoru kyni.
Í kvennaflokki sigraði Harpa María Friðgeirsdóttir eftir harða baráttu við Sigríði Dröfn Auðunsdóttir. Sigríður Dröfn var fyrst eftir fyrri ferðina með einungis 1/100 úr sekúndu í forskot. Harpa María náði hinsvegar besta tímanum í seinni ferðinni og endaði aðeins 7/100 úr sekúndu á undan Sigríði Dröfn. Var þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill hennar Hörpu Maríu í fullorðinsflokki en hún tekur við titlinum af systur sinni, Hólmfríði Dóru Friðgeirsdóttur sem var Íslandsmeistari 2018 og 2019 í stórsvigi. Ekki var keppt árið 2020 vegna covid. Signý Sveinbjörnsdóttir endaði í 3.sæti.
Hjá körlunum voru nokkuð óvænt úrslit þar sem Einar Kristinn Kristgeirsson sigraði. Einar Kristinn er margfaldur Íslandsmeistari, Ólympíufari og fleira til en hann hætti að æfa fyrir nokkrum árum. Einar Kristinn hefur tekið þátt í mótum af og til en ekki sigrað á Íslandsmóti síðan 2016, en hann varð einmitt Íslandsmeistari í stórsvigi fjögur ár í röð, frá 2013 til 2016. Einar Kristinn var með bestan tíma í báðum ferðum í dag og var 78/100 úr sekúndu á undan Gauta Guðmundssyni sem endaði í 2.sæti. Sturla Snær Snorrason endaði í 3.sæti.
Hér að neðan má sjá Íslandsmeistara í öllum flokkum.
Konur
1. Harpa María Friðgeirsdóttir - SKRR
2. Sigríður Dröfn Auðunsdóttir - SKRR
3. Signý Sveinbjörnsdóttir - SKRR
Karlar
1. Einar Kristinn Kristgeirsson - SKA
2. Gauti Guðmundsson - SKRR
3. Sturla Snær Snorrason - SKRR
19-20 ára stúlkur
1. Harpa María Friðgeirsdóttir - SKRR
2. Ingibjörg Embla Min Jónsdóttir - SKA
19-20 ára drengir
1. Gauti Guðmundsson - SKRR
2. Alexander Smári Þorvaldsson - SKA
16-17 ára stúlkur
1. Signý Sveinbjörnsdóttir - SKRR
2. Jóhann Lilja Jónsdóttir - UÍA
3. Auður Björg Sigurðardóttir - SKRR
Heildarúrslit má sjá hér.