Sérgreinanefndir SKÍ hafa nú á haustmánuðum unnið að starfsáætlun í hæfileikamótun fyrir hverja grein. Starfsáætlanirnar eru misjafnar eftir greinum og eins er aldur iðkenda misjafn. Í snjóbrettum er miðað við 13-17 ára aldur en í skíðagöngu og alpagreinum er hann 14-17 ára. Í vetur verða 18 ára þó með og er það vegna þess að EYOF sem átti að vera í febrúar á þessu ári var frestað fram í mars á næsta ári vegna covid. Þeir árgangar sem keppa á næstu leikum eru því ári eldri en venja er þ.e. þeir sem eru fæddir 2003-2004 eða 17-18 ára. Hér að neðan má sjá hvað stendur til í hverri grein. Það er aðeins misjafnt eftir greinum og verkefnum hvað margir taka þátt hverju sinni. Þeir sem hafa áhuga á nánari upplýsingum er bent á að hafa samband við afreksstjóra SKÍ Dagbjart Halldórsson í síma 6601075 eða á netfang dagbjartur@ski.is.