Hæfileikamótun skíðagöngu 24-26. júní 2022

Fyrsta hæfileikamótunarhelgi skíðagöngu 2022-2023

Æfingin verður í Reykjavík og er í boði fyrir alla sem fæddir eru 2003-2008. Það eru þeir Þorsteinn Hymer og Steven Gromatka sem munu sjá um æfinguna. Kostnaður fyrir þessa helgi er kr. 20.000 og á að greiða inn á reikning SKÍ 0162-26-003860 kt. 590269-1829 fyrir lok skráningarfrests 15. júní kl. 12 á hádegi. Skránin fer fram í mótakerfi SKÍ eins og um mót væri að ræða (mot.ski.is).

Nánari upplýsingar og hjálp við skráningu veitir Dagbjartur 660 1075 eða dagbjartur@ski.is

Æfingaáætlun.

24.06 – kl: 14.00              Mæting Dalskóla í Úlfarsárdal

              Kl. 15.30             Rólegt hlaup + styrktaræfingar 2 t

 

25.06 -  kl. 09.00              Hjólaskíði, skate – intervall  2 t

              Kl. 16.30             Rólegt hlaup + styrktaræfingar og teygjur 2 t

             

26.06 -  kl. 09.00              Hjólaskíði, klassisk – langþjálfun +/- 3 t

 

Æfingarnar verða aðlagaðar þannig að þær henti öllum og að við fáum fjórar góðar æfingar.

Útbúnaðarlisti:

Dýna og svefnpoki/sæng og koddi

Hjólaskíði og skíðastafir, bæði skaut og hefðbundið

Hjálmur, gleraugu og endurskinsvesti

Hlaupaskór

Sundföt og handklæði