Hæfileikamótunarhelgi í Tindastól í alpagreinum er í boði fyrir börn og unglinga fædd 2005 – 2008, helgina 28. – 30. apríl 2023.
Staðsetning er Tindastóll við Sauðárkrók.
Föstudagur 28. apríl
- Mæting kl. 18:00 - Á Skíðasvæði Tindastóls þar sem gist verður
- Æfing. kl. 19:00-20:30
- Matur
Laugardagur 29. apríl
- Morgunmatur
- Æfing kl. 09:30-11:30
- Hádegismatur
- Æfing kl. 13:00-15:00
- Kaffihressing
- Sund/önnur afþreying
- Kvöldmatur
- Fræðslufundur (óákv.)
Sunnudagur 30. apríl
- Morgunmatur
- Æfing kl. 09:30-11:30
- Hádegismatur
- Æfing kl. 12:30-14:00
- Frágangur og heimferð
Það sem þátttakendur þurfa að hafa með sér
Prepporð, þvingur og strauboltar verða á staðnum
- Annan prepp búnað þarf að taka með sér
- Sæng/svefnpoka
- Sundföt og handklæði
- Skíðabúnaður fyrir Svig og Stórsvig
- Vatnsbrúsa
- Svig og stórsvigs hjálmur
Annað
- Þátttakendur tilkynni sig til Skíðasambandsins (netfangið ski@ski.is)
- Kostnaður kr. 30.000 á hvern þátttakanda greiðist eigi síðar en 25. apríl. Greiðsla berist á reikning SKÍ: 0162-26-003860, kt. 590269-1826 – Merkt nafni þátttakanda. Forfallist þátttakandi eða að æfingabúðir falla niður vegna utanaðkomandi aðstæðna verður þátttökugjald endurgreitt að fullu.
- FRESTUR til skráninga er til 18. apríl nk.