Þá er komið að æfingarhelgi Hæfileikamótunar á Snjóbretti í samstarfi við BFH fyrir 14-16 ára (fædd 2005-2010). Æfingar verða haldnar á höfuðborgarsvæðinu dagana 8.-10. sept.nk.
Mæting er föstudag 8. sept kl. 20 í húsi BFH Flatahrauni 14 og æfingar ljúka um kl.16 sunnudaginn 10. sept.
Gist verður Hafnarfirði í annaðhvort skólastofu eða í félagsmiðstöð og þarf því að hafa með sér dýnu, svefnpoka/sæng og kodda. Annað sem þarf að hafa með sér eru íþróttaföt fyrir æfingar (bæði inni og úti), snjóbrettadót (bretti,skór,hjálmur og föt), sunddót og aðrar nauðsynjar.
Greiða þarf þátttökugjald kr. 20.000- inn á reikning SKÍ kt. 590269-1829 reikn. 0162-26-003860 um leið og skráning fer fram.
Tekið er við skráningum á netfangið ski@ski.is
Nánari upplýsingar og æfingaplan verður birt á facebook síðu Hæfileikamótunar snjóbretta.
Skráningarfrestur til og með 1 sept. nk.