Þá er komið að skráningu fyrir æfingaferð í skíðagöngu um áramótin sem verður farin til Noregs. Þessi ferð er í boði fyrir alla sem fæddir eru 2003 - 2008.
Fyrirhugað ferðaplan: Flug til Noregs 28.12.2022 og heim aftur 05.01.2023
Æfingar og keppni 29.12.2023 til 04.01.2023. Sem fyrr verður Þorsteinn aðalþjálfari í ferðinni en SKÍ óskar eftir umsóknum þjálfara og fararstjóra til að fara í þessa ferð. Áætlað er að ferðin kosti um 250.000 kr. og skráningarfrestur er til og með 16.nóvember.
Greiða þarf staðfestingargjald kr. 200.000 inn á reikning SKÍ kt. 590269-1829 reikn. 0162-26-003860 um leið og skráning fer fram.
Allar nánari upplýsingar veitir Dagbjartur 660 1075 eða dagbjartur@ski.is
Upplýsingar um ferðina verða einnig birtar á facebook síðu Hæfileikamótunar SKÍ - Skíðaganga